Смотреть в Telegram
Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook) Þau sem hafa ekið framhjá flugskýli Landhelgisgæslunnar í vikunni hafa eflaust tekið eftir fjölmörgum vinnuvélum og starfsfólki sem vinnur nú í kappi við tímann að koma nýrri snjóbræðslu fyrir á flughlaðinu. Um mikið öryggisatriði er að ræða, sérstaklega ef ræsa þarf þyrlur Landhelgisgæslunnar við flugskýlin í frosti og hálku. Snjóbræðslan sem fyrir var á planinu hefur að undanförnu verið óvirk og því þurfti að koma nýrri snjóbræðslu fyrir. Allt kapp er lagt á að klára verkið fyrir vikulok og þeir sem að verkinu standa vinna baki brotnu fram á kvöld til að aðstaða þyrlusveitarinnar verði komin í samt horf sem fyrst. Á meðan framkvæmdunum stendur er eldra flugskýli Landhelgisgæslunnar, sem alla jafna er notað fyrir viðhald, nýtt fyrir þær þyrlur sem eru tilbúnar í útkall og þyrlunum ýtt út vestan megin við skýlið.
Telegram Center
Telegram Center
Канал