Lögreglan á Norðurlandi vestra | Sauðárkrókur (Facebook)
Lokun á Holtavörðuheiði - UPPFÆRT !!
Aðgerðum er lokið á Holtavörðuheiði. Á sjötta tug vegfarenda var komið í húsaskjól í Hrútafirði og á Laugarbakka. Lögreglan vill beina því til vegfarenda að heiðin er lokuð og verður vegurinn um hana ekki opnaður fyrr en í fyrramálið. Þá ætti að opnast smá glufa fyrir þá sem nauðsynlega þurfa að komast á milli. Hins vegar þá er veðurspá slæm fyrir næstu daga og má búast við því að vegir lokist aftur upp úr hádegi. Verum því ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri til.