Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
✈️ Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, hefur annast eftirlit með lögsögunni í vikunni. Flug dagsins markaði tímamót því Gunnar Guðmundsson flaug sitt fyrsta flug sem flugstjóri á TF-SIF.
🍰 Áfanganum var að sjálfsögðu fagnað með kökusneið að flugi loknu.
👩✈️Í áhöfn dagsins voru Gunnar Örn Arnarson, Teitur Gunnarsson, Guðmundur Ragnar Magnússon, Garðar Árnason, Lára Theodóra Magnúsdóttir og Gunnar Guðmundsson.