View in Telegram
Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook) Landhelgisgæsla Íslands tekur þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu samstarfi. Eitt þessara samstarfsverkefna felur í sér að starfsfólki strandgæslna gefst tækifæri til að fræðast um verkefni sambærilegra stofnanna í öðrum Evrópulöndum (e. Coast Cuard Exhange Programme). Markmið verkefnisins er m.a. að auka samstarf strandgæslna, efla þekkingu starfsfólks, veita því tækifæri til að kynnast starfsháttum systurstofnanna og kynna sér tækjabúnað þeirra. Hluti af þessu verkefni var heimsókn liðsforingjans Vito de Carne frá ítölsku strandgæslunni. Hann dvaldi hér á landi í desember og fór m.a. í eina eftirlitsferð með varðskipinu Freyju. Þar fékk hann tækifæri til að kynna sér aðstæður um borð í íslensku varðskipi í vetrartíð. Þá kynnti Vito de Carne sér einnig aðra þætti starfsemi Landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð og fékk fræðslu um fyrirkomulag fiskveiði- og mengunareftirlits.
Love Center - Dating, Friends & Matches, NY, LA, Dubai, Global
Love Center - Dating, Friends & Matches, NY, LA, Dubai, Global
Find friends or serious relationships easily