View in Telegram
Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook) Þegar skyggja tekur á haustin taka við hjá þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar reglulegar kvöld- og næturæfingar með og án nætursjónauka. Þessar æfingar eru hluti af reglubundinni þjálfun hjá flugdeildinni og eru mjög mikilvægur undirbúningur fyrir veturinn og skammdegið. Nætursjónaukar hafa þann eiginleika að magna margfalt upp alla birtu. Þegar horft er í gegn um þá í myrkri er það svipað og sjá í dagsbirtu. Sjá má minnstu ljóstýru langar leiðir. Þetta gerir þyrluáhöfnum kleift að fljúga við aðstæður sem annars væru óhugsandi. Þetta þarf að hafa í huga við björgunaraðgerðir þegar þyrlan kemur á vettvang í myrkri. Þá þarf að lágmarka alla birtu á staðnum til að hægt sé fyrir þyrluáhöfnina að athafna sig með nætursjónaukum. Myndir: Lloyd Horgan
Telegram Center
Telegram Center
Channel