Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard (Facebook)
Sprengjusérfræðingar frá 17 löndum munu á næstu tveimur vikum æfa viðbrögð við ýmsum ógnum á hinni árlegu Northern Challenge. Um er að ræða alþjóðlega æfingu Atlantshafsbandalagsins sem séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar annast og skipuleggur. Alls 320 þátttakendur frá Íslandi, Belgíu, Kanada, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Írlandi, Litáen, Nýja Sjálandi, Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Póllandi, Hollandi og Bretlandi taka þátt að þessu sinni.
Á æfingunni gefst sprengjusérfræðingunum kostur á að æfa og samhæfa viðbrögð við atvikum sem kunna að koma upp, eins og t.d hryðjuverkum. Á æfingunni er líkt eftir sprengjum sem fundist hafa víða um heim og þurfa þátttakendur að meðhöndla þær og aftengja. Þetta er í tuttugasta og þriðja sinn sem Northern Challenge er haldin hér á landi. Sem fyrr fer æfingin að stærstum hluta fram innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli en einnig í Helguvík og í Hvalfirði.
Æfingin veitir s...
View original post