Lögreglan á Norðurlandi vestra | Sauðárkrókur (Facebook)
Lögreglan á Norðurlandi vestra vill vekja athygli á því að búið er að loka Holtavörðuheiði en þar er mjög slæmt veður. Ökumenn eru í vandræðum og eru björgunarsveitir á leiðinni á vettvang. Þar á meðal er hópbifreið með á þriðja tug erlendra farþega sem verða sóttir og ferjaðir í Staðarskála.
Því er beint til ökumanna að fylgjast vel með veðurspám og vef Vegagerðarinnar umferdin.is
Veðurspá er mjög slæm fyrir næstu daga.